Strandveiðar: flokkur fólksins mótmælir fyrirhuguðum breytingum

Flokkur fólksins mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum sjávarútvegsráðherra á strandveiðikerfinu þar sem áformað er að taka upp svæðaskipting á kvóta strandveiðanna á nýjan leik.

Í fréttatilkynningu frá flokknum segir að um sé að ræða hreina og klára atlögu að brothættum sjávarbyggðum landsins og að ákvörðun sjávarútvegsráðherra sé óskiljanleg með öllu m.t.t. fagurgala VG í nýafstaðinni kosningabaráttu.

„Flokkur fólksins berst fyrir frjálsum handfæraveiðum. Strandveiðar hafa í raun verið grundvöllur fyrir tilvist hinna dreifðu sjávarbyggða allt í kringum landið eins og dæmin sanna. Það er algjört lágmark að sú sátt sem náðist á síðasta kjörtímabili um núverandi strandveiðikerfi með 48 daga til veiða sé tryggð. Flokkur fólksins fordæmir með öllu þessa aðför sjávarútvegsráðherra VG að bættu og betra lífi sjávarbyggðanna.“

Flokkur fólksins leggur sérstaklega áherslu á, að frjálsar strandveiðar munu ALDREI! ógna lífríkinu í kringum landið.

DEILA