Strandveiðar: Eyjólfur vill fund þingmanna kjördæmisins með ráðherra

Bolungavíkurhöfn Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi hefur farið fram á að þingmenn Norðvesturkjördæmis fundi saman með matvælaráðherra vegna stöðvun strandveiða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Flokks fólksins.

„Stöðvun strandveiða svo snemma á veiðitímabilinu veldur miklum vonbrigðum. Hún hefur mikil áhrif á sjávarbyggðir kjördæmisins, sem verða fyrir búsifjum vegna stöðvunarinnar, sem og strandveiðimenn og fjölskyldur þeirra.  Stöðvun strandveiða hefur mikil áhrif á byggð í Norðvesturkjördæmi. Margar þessara byggða eru brothættar byggðir sem treysta á að strandveiðar verði leyfðar út sumarið.

Að mínu mati eiga íbúar kjördæmisins – sjávarbyggðanna og strandveiðimenn – það inni hjá okkur þingmönnum  kjördæmisins  að við fundum með ráðherra um málið og reynum í sameiningu að finna lausn á málinu“

DEILA