Strandveiðar: 1.837 tonna afli í júlí á Vestfjörðum

Frá Patrekshöfn. Mynd: Patrekshöfn.

Alls var landað 1.837 tonnum í júlí í vestfirskum höfnum af handfæraafla. Nánast eingöngu er það afli af strandveiðibátum en fáein tonn af sjóstangveiðibátum.

Mest barst að landi í Patrekshöfn í júlímánuði eða 444 tonn. Bolungavík var næstaflahæsta höfnin með 410 tonn. Suðureyrarhöfn varð í þriðja sæti með 262 tonn og Norðurfjörður í fjórða sæti, en þar var landað 209 tonnum. Tálknafjörður kom næsta en þar komu 176 tonn að landi af strandveiðibátum. Flateyrarhöfn er í sjötta sæti með 130 tonn, þá Þingeyri með 99 tonn. Áttunda aflahæsta höfnin var á Bíldudal en þar var landað 65 tonnum. Súðavík og Drangsnes voru hvor um sig með 36 tonn. Hólmavík rekur svo lestina með aðeins 6 tonn.

DEILA