Skrúður: málstofa um friðlýsingu

Í aðdraganda þess að unnið er að friðun garðsins Skrúðs í Dýrafirði hefur verið ákveðið að halda málstofu þar sem m.a. verða kynntar forsendur og nánari lýsing á skilmálum friðlýsingar sem liggja fyrir. Auk þess verður fjallað um einstök kennileiti garðsins, húsið Hlíð, heimili Sigtryggs og Hjaltlínu, starfsemi og framtíðaráform.

Málstofan er öllum opin og verður haldin í Edinborgarhúsinu sunnudaginn 7. ágúst n.k.

Málstofan verður haldin í Bryggjusal – Edinborgarhúsinu á Ísafirði
og hefst kl. 14:00.


14:00 Setning: Sæmundur Þorvaldsson, fyrrv. Skrúðsbóndi, fundarstjóri
14:05 Ávarp: Nanný Arna Guðmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Ísafjarðabæjar
14:15 Pétur Ármannsson / Inga Sóley Kristjönudóttir, fulltrúar Minjastofnunar Íslands, fjalla um fyrirhugaða friðlýsingu.
14:45 Einar E. Sæmundsen, landslagsarkitekt Garðar – Lifandi minjar – 10 ár frá heimsókn Ítalanna í Skrúð. Sagt frá
verkefninu Garðar – lifandi minjar – og rifjað upp þegar Skrúður var valinn til að hljóta Carlo Scarpa verðlaunin árið 2013.
15:15 Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur og fyrrv. formaður Garðyrkjufélags Íslands. Trjágróður í Skrúði m.a. í trúarlegu samhengi
15:45 Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður Skrúður – garðyrkjan
16:15 Gunnlaugur Björn Jónsson, arkitekt Hlíð – heimili Sigtryggs og Hjaltlínu
16:45 Brynjólfur Jónsson, formaður Framkvæmdasjóðs Skrúðs Framtíðarsýn – umhverfi Skrúðs
17:00 Fyrirspurnir og umræður

Fh. skipuleggjenda;

Ísafjarðarbær, Minjastofnun Íslands og Framkvæmdasjóður Skrúðs.

DEILA