Sjávarútvegsskóli unga fólksins á Vestfjörðum

Frá Neskaupstað í síðustu viku.

Sjávarútvegsskóli unga fólksins verður á Ísafirði í fyrsta sinn nú í þessari viku.   Skólanum er ætlað að fræða ungmenni á aldrinum 14-16 ára um sjávarútveg og fiskeldi.   Kennsla fer þannig fram að tveir útskrifaðir nemendur úr sjávarútvegsfræði Háskólans á Akureyri sjá um kennslu,   það verða fyrirlestrar,  farið  í heimsókn í sjávarútvegsfyrirtæki – fiskeldi, gestafyrirlesarar úr fyrirtækjum á svæðinu.   Einnig verður farið í leiki og spurningakeppnir.    Kennsla á Ísafirði hefst í dag þriðjudag og kennslu lýkur á föstudegi. 

Í næstu viku verður farið í Vesturbyggð/Tálknafjörð og kenndur Fiskeldisskóli unga fólksins með aðstoð Arnarlax, Arctic fish- Odda hf þar verður einnig farið í heimsókn til fyrirtækjanna  og fengnir gestafyrirlesarar .  Kennt verður á Tálknafirði og hefst kennsla á mánudagsmorgni og lýkur á fimmtudag. 21. júlí. 

Þetta er samvinnuverkefni vinnuskóla sveitarfélaga,  fyrirtækja í sjávarútvegi og  fiskeldi  og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. 

Í sumar hefur skólinn verið kenndur á Austfjörðum , á Norðurlandi, í Reykjavík.

DEILA