Laugardagur 19. apríl 2025

Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðar og Slökkviliðs Súðavíkur framlengdur

Auglýsing

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að framlengja um eitt ár samstarfssamning milli slökkviliðs Ísafjarðar og slökkviliðs Súðavíkur. Samningur var gerður í júní 2020 og var til eins árs. Samningurinn mun gilda til júníloka 2023 eftir framlenginguna.

Með samningnum skuldbindur slökkvilið Ísafjarðar sig til þess að sinna útköllum á starfssvæði slökkviliðs Súðavíkur. Slökkvilið Súðavíkur greiðir ákveðið gjald fyrir hverja klukkustund umfram 10 sem er nú tæplega 16.700 kr. Einnig greiðir það útlagðan kostnað vegna hreinsunar í kjölfar staðbundinn aslysas sem ekki er greiddur af þriðja aðila.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir