Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðar og Slökkviliðs Súðavíkur framlengdur

Floti slökkviliðsins 2006.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að framlengja um eitt ár samstarfssamning milli slökkviliðs Ísafjarðar og slökkviliðs Súðavíkur. Samningur var gerður í júní 2020 og var til eins árs. Samningurinn mun gilda til júníloka 2023 eftir framlenginguna.

Með samningnum skuldbindur slökkvilið Ísafjarðar sig til þess að sinna útköllum á starfssvæði slökkviliðs Súðavíkur. Slökkvilið Súðavíkur greiðir ákveðið gjald fyrir hverja klukkustund umfram 10 sem er nú tæplega 16.700 kr. Einnig greiðir það útlagðan kostnað vegna hreinsunar í kjölfar staðbundinn aslysas sem ekki er greiddur af þriðja aðila.

DEILA