Reykhólahöfn: hrundi undan stálþili

Reykhólahöfn er ónothæf eftir að jarðvegur skreið undan stálþili og þekjan féll. Verið er að undirbúa stækkun Reykhólahafnar og reka á niður nýtt stálþil. Svo virðist að undirbúningsvinnan hafi losað um jarðveginn. Ingibjörg B. Erlingsdóttir, sveitarstjóri segir að verktakinn, Borgarverk, komi með tæki og menn í dag og muni vinna að því að gera höfnina nothæfa til bráðabirgða fyrir starfsemi Þörungastarfseminnar.

Stækkun hafnarinnar er stærsta framkvæmdin við höfnina um langt árabil. Verkið kostar um 300 milljónir króna og segir Ingibjörg stækkunina vera byltingu fyrir sveitarfélagið og mikið framfaraskref.

Frá Reykhólahöfn. Myndir: Guðmundur Sæmundsson.

DEILA