Patrekshöfn: strandveiðar í júní 485 tonn

Löndun í Patrekshöfn í gær. Mynd: Patrekshöfn.

Afli strandveiðibáta í síðasta mánuði sem lönduði í Patrekshöfn var 485 tonn. Alls var það 71 strandveiðibátur sem kom með afla að landi samkvæmt upplýsingum frá Patrekshöfn. Líklega er Patrekshöfn sú aflahæsta á landinu hvað strandveiðarnar varðar.

Þörstur Reynisson, hafnarvörur segir að líflegasti dagurinn hafi verið 8. júní en þá voru 60 færabátar með afla.

„Sárasjaldgæft hefur verið að bátar næðu ekki skammti og fiskurinn vænn. Jafnvel þótt hangið sé í Flóanum í brælu.“

Dragnótabáturinn Patrekur BA var á veiðum fram til 10. júní og landaði 99 tonnum af bolfiski.

DEILA