Patreksfjörður: deiliskipulag samþykkt fyrir 15 íbúðir við Bala 1-2

Fjölbýlishúsið að Bölum 4 Patreksfirði.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Bala 1-2. Um er að ræða óbyggða lóð við Bala þar sem gert er ráð fyrir fjölbýli á tveimur hæðum fyrir allt að 15 íbúðir.

Á lóðinni verður hámarksnýtingarhlutfall 0,45 og því heimilt að byggja u.þ.b. 1.100m², á tveim hæðum. Skilgreindur er einn byggingarreitur en innan hans má reisa eitt eða tvö fjölbýlishús, með samtals allt að 15 íbúðum.

Á lóðinni skulu vera a.m.k. 1,25 bílastæði fyrir hverja íbúð minni en 80m² en 2,25 bílastæði fyrir hverja íbúð stærri en 80m². Auk þess skulu ver a.m.k. tvö bílatæði fyrir hreyfihamlaða.

Tillagan verður nú  auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsuppdrátturinn fyrir Bala 1-2. Balar 4 er fjölbýlishúsið sem fyrir er.

DEILA