Orkusjóður: 21 styrkur til Vestfjarða samtals 135 m.kr.

Skálafell er lestað með lyftara frá bryggju. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Orkusjóður hefur samþykkt að veita nærri 900 m.kr. til styrktar orkukiptum. Alls voru veittir 137 styrkir og kemur 21 þeirra til Vestfjarða. Flestir styrkirnir eða 70 voru til þess að koma upp hleðslustöðvum fyrir samgöngur og 36 styrkir eru til þess að minnka olíunoktun í iðnaði.

Ísafjarðarhöfn fékk 20 m.kr. styrk í verkefnið hleðslutæki tvíorku (Hybrid) dráttarbát. Boungavíkurkaupstaður fékk einnig 20 m.kr. styrktil lLandtengingar fyrir Brunnbát í Bolungarvík. Arctic Fish fékk 14.750.000 kr styrk til Polarcirk sem er 100% rafknúinn þjónustubátur. Arnarlax fékk tvo 10 m.kr. styrki til að minnka olíunotkun í iðnaði, annars vegar til landtengingar á fóðurprömmum og hins vegar til þess að koma upp tvinnkerfi (Hybrid system) í fóðurprömmum. Íslenska kalkþörkungafélagið á Bíldudal fékk 12,6 m.kr. styrk til orkuskipta við forvinnslu hráefnis fyrir verksmiðju Ískalk.

Orkubú Vestfjarða fékk 13,2 m.kr. styrk til þess að gera rannsóknaboranir í Tungudal og vinnsluhola Patreksfirði. Orkubúið fékk einnig styrk til hleðslustöðva á Vestfjörðum kr 7.236.000. Árneshreppur fékk 10 m.kr. til sama verkefnis , að koma upp hleðslustöðvum í hreppnum og Norðureyri ehf. fékk 10 m.kr. styrk til orkuskipta.

DEILA