Orkubú Vestfjarða: ný 150 kw hraðhleðslustöð í Bjarkalundi

Bjarkalundur.

Í gær var tekin í notkun hjá Orkubúi Vestfjarða sjöunda hraðhleðslustöðin. <Um er að ræða 150 kW. stöð í Bjarkalundi. Stöðin er með tvö CCS tengi og getur einn bíll hlaðið á 150 kW. en ef tveir bílar eru samtímis í hleðslu geta þeir hlaðið á 75 kW. hvor um sig.

Í Bjarkalundi er einnig 50 kW. stöð með CCS og CHAdeMO tengi ásamt 22 kW. AC tengi.

Á Hólmavík eru samskonar stöðvar og eru í Bjarkalundi.

Á Ísafirði er 150 kW. stöð með tvö CCS tengi, á Patreksfirði og í Flókalundi eru 50 kW. stöðvar með CCS og CHAdeMO tengi ásamt 22 kW. AC tengi.

Við Reykjanes í Ísafjarðardjúpi er 22 kW. AC stöð.

DEILA