Opið bréf til Sjávarútvegsráðherra

nú líður senn að lokum 48 daga strandveiðitímabilsins sem ríkisstjórn Íslands skamtar sjávarútvegsþorpum landsins af góðmennsku sinni. Reyndar verða þeir bara 36 að þessu sinni vegna þess að þorskurinn í sjónum fer ekki eftir ráðgjöf hafrannsóknarstofnunar og veiðist í töluvert stærri og í meira mæli á handfæri en heildapottur ráðherra leyfir,

Mig langar að leggja tillögu fyrir ráðherra sem kemur til móts við strandveiðiflota landsins fyrir næsta fiskveiðiár. Þ.e nyja reiknireglu þannig að strandveiðisjómenn sjái út sumarið áður en þeir skrá skip sín inná strandveiðikerfið.

Þannig að ef miðað er við 240 þúsund tonna ráðgjöf hafró fái strandveiðisjómenn sína 12 daga í mánuði í 4 mánuði óskerta að því gefnu að 650 bátar séu skráðir inní kerfið í upphafi tímabils, fyrir hverja 15 báta umfram 650 í kerfinu verði heildar dagafjöldi skertur um 1 dag og geta strandveiðisjómenn tekið þessa skerðingu út í einhverjum af þessum 4 mánuðum eftir hentugleika, að samaskapi aukinn fyrir hverja 15 báta undir 650 sem eru í kerfinu þó að hámarki 48 dagar á hverju tímabili.

Fyrir hver 5 þúsund tonn sem heildarúthlutun eykst umfram 240 þúsund tonn kemur 1 dagur til viðbðbótar í strandveiðar þó að hámarki 48 dagar á hverju tímabili að sama skapi ef heildarúthlutun þorskkvótanns er undir 240 þúsund tonn skerðist heildar dagafjöldi strandveiðisjómanna um 1 fyrir hver 5 þúsund tonn  og geta strandveiðisjómenn tekið þessa skerðingu út í einhverjum af þessum 4 mánuðum ekki ætti að þurfa að taka fram að ég er ekki að tala um að breyta neinum öðrum reglum í strandveiðikerfinu svo sem 14 kls vinnudag, 650 kg hámarksafla og að eigendur rói sínum bátum.

Ef þessar tillögur næðu fram að ganga mætti ættla að strandveiðar yrðu um 8-9% af heildar þorskafla þjóðarinnar, strandveiðisjómenn sæju strax í upphafi tímabils hvernig sumarið yrði og þyrftu ekki að stunda ólimpískar veiðar til að fá sem mesta hluteild í pottinum, jafnræðis væri gætt milli stærri og smærri útgerða í landinu við úthlutun aflaheimilda  sem og styrkari stoðum yrði rennt undir rekstur smærri hafna í landinu.

Með kveðju

Ásgeir Jónsson

Tálknafirði

DEILA