Nýr verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. á Bíldudal

Tryggvi Bjarnason sem starfar sem viðhaldsstjóri og útiverkstjóri hjá Arnarlaxi hefur verið ráðinn til Íslenska kalkþörungafélagsins (Ískalk) sem verksmiðjustjóri. Tryggvi mun taka til starfa 1. október 2022 og starfa með Almari Sveinssyni núverandi verksmiðjustjóra til næsta vors þegar Almar hverfur til annarra starfa.

Með ráðningu Tryggva verða gerðar ákveðnar skipulagsbreytingar þar sem m.a. yfirumsjón viðhaldsmála færist til verksmiðjustjóra þannig að heildarstjórnun verksmiðjunnar á Bíldudal verður á einni hendi.

Tryggvi hefur 33 ára reynslu af stjórnun. Lengst af í fiskiðnaði en einnig í ísgerð og byggingariðnaði.

DEILA