Noregur: áhættumat fyrir strandlengjuna

Norska Hafrannsóknarstofnunin ( Havforskningsinstituttet) hefur birt áhættumat fyrir strandlengjuna. Henni er skipt í 13 svæði og er metin áhættan af sex atriðum sem hafa áhrif á umhverfið. Eru það eldi í sjó, fiskveiðar, sjóflutningar, siglingar skemmtiferðaskipa, íbúafjölgun og virkjun vatnsfalla.

Sérstaka athygli vekur að skemmtiferðaskip og sjóflutningar eru tveir mestu áhættuþættirnir á 8 svæðum af 13 en fiskeldið er mesti áhættuþáttur á aðeins tveimur svæðum og í þriðja sæti eða neðar á 9 svæðum. Fiskveiðar eru mesti áhættuþáttur á þremur landssvæðum.

Þar sem samanlögð áhrif allra sex atriðanna eru mest, á svæði 1 syðst í Noregi og svæði 9 Vestfjörden og Vesterälen, eru áhrif fiskeldisins hverfandi á svæði 1 og aðeins i 4. sæti af 6 á svæði 9 svo það eru hin atriðin fimm sem leggja mest til áhættunnar sem metin er.

DEILA