List í Hornstrandastofu

Umhverfing er samsýning fjölmargra listamanna víðsvegar um Vestfirði, Strandir og Dalabyggð.

Verkin eiga það sameiginlegt að vera einstök hvað varðar náttúru, sögu og mannlíf svæðisins.

Einn hluti samsýningarinnar er sýndur í Hornstrandastofu á Ísafirði

Verkin sem sýnd eru á Hornstrandastofu, eru eftir listakonuna og Hornstranda fararstjórann Rósu Sigrúnu Jónsdóttir.

Verkin eru tileinkuð Hornstrendingum og hjálmarnir sem eru til sýnis, eru tileinkaðir sigmönnum og þeirri miklu öryggisbót sem fékkst þegar hermannahjálmar komu til sögunnar. Hérna eru hjálmarnari þó heklaðir, stífaðir og málaðir, þaktir einkennisjurtum Hornstranda, Sóley, blágresi og burnisrót.

DEILA