Langibotn: verðið verður gefið upp

Þuríður Yngvadóttir, stjórnarformaður Landgræðslusjóðs segir að hún vilji ekki gefa upp söluverðið á jörðinni Langabotni í Geirþjófsfirði fyrr en búið er að ganga frá málinu. Það verður hugsanlega í september að hennar sögn.

Í gær sagði Þuríður að söluverðið yrði ekki gefið upp en hefur nú skýrt þau ummæli nánar.

Landgræðslusjóður auglýsti jörðina til sölu síðastliðið haust og þá var ásett verð 130 m.kr.