Landsbjörg: fyrsta björgunarskipið sjósett í Finnlandi

Fyrsta skipið, sem skipasmíðastöðin Kewatec í Finnlandi smíðar fyrir Landsbjörgu hefur verið sjósett. Samningar voru undirritaðir fyrir ári um smíði á þremur skipum. Skipin eru 17 metra löng af gerðinni Kewatec Serecraft SAR 17. Skipið verður afhent seinna í sumar.

Jesper Häggblom verkefnisstjóri í skipasmíðastöðinni segir sjósetningin hafi gengið vel og að framundan séu prófanir á skipinu.

Myndir: Kewatec.

DEILA