Knattspyrnan: Vestri fær Gróttu í heimsókn í dag á Olísvöllinn á Ísafirði

Karlalið Vestra í Lengjudeildinni tekur í dag kl 14 á móti Gróttu og leikið verður á Olísvellinum á Ísafirði. Grótta vann fyrri leik liðanna á Seltjarnarnesinu og nú þurfa Vestramenn að jafna metin. Grótta er í 4. sæti deildarinnar með 22 stig en Vestri er komið með 16 stig.

Rodrigo Moitas til liðs við Vestra

Vestri hefur fengið liðsstyrk fyrir leikinn. Í gær var samið við Rodrigo Moitas sem kemur frá Real SC í Portúgal. Moitas er ætlað að fylla það skarð sem Diogo skildi eftir þegar hann var á dögunum seldur frá félaginu. Moitas er 24 ára gamall vinstri bakvörður.

Samúel Samúelsson og Moitas undirrita samninginn.

DEILA