Kaupmáttur

Það er að koma haust og kjarasamningar framundan og nú skal þrýsta á atvinnurekendur og Ríkið, nú skulu þeir standa sig segir Drífa forseti A.S.Í. Það er alveg rétt menn verða að fara að bretta upp ermar því tíminn styttist óðum.

Drífa forseti A.S.Í. talar oft um hvernig þeir gera þetta á Norðurlöndunum þegar hún er að tala til viðsemjendur okkar og Ríkisins í fréttatímum. Ég átti  fyrir 30 árum tal við Grétar Þorsteinsson þá forseta A.S.Í. og hann sagði mér að Alþýðusamböndin á Norðurlöndunum bjóði út allar tryggingar fyrir sína umbjóðendur, það er að segja launafólk.

Hvað er í veginum að A.S.Í. fari þessa leið fyrir okkur launafólk á Íslandi.

Ég á Renault captur  bíl sem kostar að tryggja hér á Íslandi 177.661 kr sami bíll í Englandi kostar 37.000 kr, í Svíþjóð þar er um útboð að ræða sem alþýðusamböndin sjá um kostar sami bíll 40.000. kr. í tryggingu. hef smá fyrirvara v gengis.

Ef þessi leið yrði farinn hér gæti það sparað mér 10.000 kr á mánuði, það yrði aukinn kaupmáttur.

Ég hef átt spjall við Formann Landsambands eldri borgara Helga Pétursson, Eldri borgarar og öryrkjar eru 80.000 til 90.000 manns. hvað haldið þið að við eigum marga bíla?

F.Í.B. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur verið með könnun á bílatryggingum erlendis sem hefur sýnt verulegan mun á tryggingum erlendis og hér heima.

Maður spyr sig þegar svona stórmáli er ekki sinnt, fyrir hvern er A.S.Í. að vinna?

Formaður VR sagði við mig að þetta væri spilling, af hverju taka Verkalýðsfélögin þátt í spillingu?

Sigurður Þorleifsson

DEILA