Jónsgarður Ísafirði: gáfu bekk og trjáplöntur

Í mars síðastliðnum voru 100 ár liðin síðan samþykkt var að koma á fót á Ísafirði garði þar sem Jónsgarður stendur núna. Jón skraddari og kona hans Karlinna voru aðal hvatamenn að þessu framtaki og önnuðust garðinn lengi vel. Afkomendur Jóns og Karlinnu komu færandi hendi í Jónsgarð í tilefni afmælisins og færðu Ísafjarðarbæ bekk að gjöf og trjáplöntur. Þau létu líka hendur standa fram úr ermum og unnu í garðinum.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri tók við bekknum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar og þakkaði þessa fallegu gjöf.

Arna Lára Jónsdóttir við hlið garðsins.

Myndir: aðsendar.

DEILA