Ísafjarðarhöfn: hafnarstjóri vill banna bifreiðastöður

Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar sendi skipulags- og mannvirkjanefnd erindi þar sem viðraðar eru áhyggjur vegna bílastæðamála á hafnarsvæðinu. Hafnarstjóri leggur til að biðfreiðastöður verði bannaðar frá Kampa að Sundabakka.

Skipulags- og mannvirkjanefnd virðist ekki hafa tekið afstöðu til erindis hafnarstjóra en vísaði því til fyrirliggjandi skipulagsvinnu á hafnarsvæðinu á Ísafirði.

Ljóst er að biðreiðastöðurnar hafa áhrif á athafnasvæði Kampa og þarna fara um farþegar af skemmtiferðaskipum.

DEILA