Ísafjarðarhöfn: 1.617 tonna afli í júní

Júlíus Geirmundsson ÍS 270 við bryggju í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landaður afli 1.617 tonn í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði. Flutningaskipið Silver Bird landaði 663 tonnum af erlendri rækju til vinnslu á Ísafirði. Samtals komu 2.279 tonn á land.

Togarinn Klakkur landaði 68 tonnum af rækju eftir þrjár veiðiferðir. Heimatogararnir lönduðu 992 tonnum samtals. Júlíus Geirmundsson ÍS var með 349 tonn af afurðum, sem er mun meira upp úr sjó, Páll Pálsson ÍS var með 389 tonn og Stefnir ÍS 254 tonn.

Jóhanna Gísladóttir GK landaði 271 tonn eftir 5 veiðiferðir og Frosti ÞH með 227 tonn eftir 4 veiðiferðir.

DEILA