Ísafjarðarbær: malbikun frestast til næsta árs

Íþróttahúsið Torfnesi þar sem næsta KSÍ þing verður haldið.

Vegagerðin hefur staðfest að samdráttur sé hjá þeim í malbiksframkvæmdum og að ekki verður boðið út eins og til stóð. Helstu ástæður eru hækkun á bæði olíu, asphalti og öðrum aðföngum. Þannig að Vegagerðin gerir ráð fyri að bjóða út malbik á vordögum 2023 með Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhrepp og Bolungavíkurkaupstað.

Þetta hefur þau áhrif að fyrirhugaðar malbiksframkvæmdir ársins frestast til næsta árs. Það eru 25 m.kr. malbikun á Kríutanga og Æðartanga og 50 m.kr. malbikun gatna. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur gert breytingar á framkvæmdaáætlun ársins og afgreiddi þær á fundi sínum í gær.

Aðrar framkvæmdir sem færast á milli ára eru frumhönnun slökkvistöðvar, að svo stöddu hefur ekki verið tekin
ákvörðun af um staðsetningu og- eða hvort héraðsskjalasafnið sé hluti af verkhönnun, þannig að lykilforsendur
vantar til þess að fara af stað með verkefnið. Gert var ráð fyrir 10 m.kr. til verksins.

Einnig frestast Eyri viðbygging. það verk virðist ekki vera komið í ferli, skipulagsmálum er ekki hafið og má gera ráð fyrir 6-9 mánuðum í verulegar deiliskipulagsbreytingar. Framlag bæjarins var áætlað 5 m.kr en það fellur niður og færist til næsta árs.

Á móti kemur að aukning er á verkinu „vatnslögn í Staðardal“ Endurnýjun lagna í Staðardal – áætlað 5 m.kr. – kostar 28 m.kr. og styrkur fékkst 20 m.kr., nettó 8 m.kr. og því framlag bæjarins aukið um 3 m.kr.

Nýtt verkefni er Varmadæla Félagsheimili Hnífsdal og Þingeyri 5 m.kr. Er það verkefni upphaf að orkuskiptum í sveitafélaginu þ.e. að setja varmadælur í félagsheimilið í Hnífsdal og Þingeyri, þar sem t.d. í Hnífsdal er orkukostnaður um 100 þús kr. á mánuði. Áætlaður endurgreiðslutími framkvæmda sé um 3-4 ár.

Áhaldahús hefur selt tæki fyrir 4,7m kr. og hefur óskað eftir heimild til kaupa á skotbómulyftara, þannig að bætt er
við hér af framkvæmdaáætlun 5.5 m kr.

Torfnes lýsing og vallarklukka 2m er verkefni sem settar eru 12 m.kr. í. Ætlunin er að bjóða út lýsingu í júlí, þar sem húsið er á undanþágu sem og gert ráð fyrir vallarklukku.

Loks eru 67.5 m.kr. sett til framkvæmda undir ófyrirséð, sem þýðir væntanlega að bæjarráð hefur ekki ákveðið ennþá í hvaða verkefni fénu verður varið.

DEILA