Ísafjarðarbær: leigir húsnæði fyrir almannavernd

Guðmundarbúð. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt  leigusamning Ísafjarðarbæjar við Björgunarfélag Ísafjarðar um aðstöðu almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, svo og aðgerðastjórnar.

Teknir eru á leigu 50 fermetrar í Guðmundarbúð og vonast almannaverndarnefndin til þess að hægt verði flytja inn í ágúst. Fram hafa komið vankantar á núverandi húsnæði almannaverndarnefndarinnar í Slökkvistöðinni og þótti brýn ástæða til þess að bæta úr.

Leigutími hefst 1. ágúst 2022 og er leigan 100.000 kr á mánuði. Samningurinn er ótímabundinn og er 6 mánaða uppsagnarfrestur.

Á vefsíðu Ísafjarðarbæjar segir að um sé ræða „mikilvægt framfaraskref fyrir almannavarnarnefnd og aðgerðarstjórn vegna samlegðaráhrifa og samnýtingar á búnaði við aðra viðbragðsaðila. Rýmið er staðsett við hliðina á svæðisstjórn björgunarsveitanna. Það er mjög mikilvægt fyrir samhæfingu í héraði að vera með góðri aðstöðu í samfélagi við aðra viðbragðsaðila.“

DEILA