Iða Marsibil ráðin sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps

Iða Marsibil Jónsdóttir frá Bíldudal hefur verið ráðin sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi. Iða Marsibil var oddviti lista Nýrrar sýnar og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar á síðasta kjörtímabili. Hún var mannauðs- og skrif­stofu­stjóri hjá Arn­ar­laxi. Iða marsibil gaf ekki kost á sér áfram við bæjarstjórnarkosningarnar í vor og flutti suður.

DEILA