Hvað veistu um Ísland 2

Gauti Eiríksson frá Stað í Reykhólasveit hefur gefið út bókina Hvað veistu um Ísland 2.

Núna í vikunni fer í búðir ný bók eftir Gauta sem heitir „Hvað veistu um Ísland 2“. Hún er framhald af bók sem kom út í fyrra undir sama nafni. Þetta eru spurningabækur um Ísland þar sem spurningarnar eru í þremur erfiðleikaflokkum skipt upp eftir landshlutum. Hún er hugsuð sem fræðsla og afþreying fyrir alla aldurshópa. Líkt og í fyrri bókinn þá tók Gauti allar ljósmyndir í þessari líka.

Fyrri bókin gekk mjög vel og var á metsölulistum um tíma. Þessar bækur eru hluti af bókaflokki sem kallast „Hvað veistu um“ og áður hafa komið út.

Hvað veistu um Ísland?

Hvað veistu um fótbolta 2021?

Hvað veistu um kvikmyndir og sjónvarpsþætti Hvað veistu um fótbolta 2020?

Gauti Eiríksson hefur einnig skrifað fleiri spurningabækur en þetta og hann segir að nokkrar í viðbót séu á teikniborðinu.

Gauti er starfandi grunnskólakennari og leiðsögumaður og hefur verið það í um tuttugu ár. Árið 2021 fékk hann tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir framúrskarandi þróunarverkefni sem er youtube síða með yfir 3300 kennslumyndböndum, aðallega náttúrufræði og stærðfræði. Þar eru líka margs konar myndbönd með ýmis konar fræðslu.

Hér er tengill á þessa síðu.

https://www.youtube.com/channel/UC7c_8_Q5wiBpjGtgRxYcxjQ

DEILA