Hólmavík: urðun innanbæjar ábótavant

Í gær var unnið að því á Hólmavík að urða innanbæjar á Hólmavík gólfefni frá gamla söluskála N1. Anton Helgason heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða sagði í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að gefið hefði verið út starfsleyfi fyrir niðurrifi á söluskála N1 á Hólmavík. Að hans sögn var söluskáli N1 rifinn niður og megnið af efninu fór á sorpurðunarstað Strandasýslu. Eftir eru gólf sem verið er að brjóta niður.

„Heimilt er að fara með óvirkt jarðefni á jarðvegstipp.  Á Hólmavík er það ætlað í undir veg sem verið er að hækka upp. (sk. Sveitarstjóra). Eingöngu er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni s.s. mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum s.s. einangrun, pappa og klæðningu.

Samkvæmt myndum hefur ekki verið hugað vel að hreinsun á steypubrotum.“

Myndir: aðsendar.

DEILA