Hlaupahátíðin Vesturgatan framundan

Frá Vesturgötuhjólreiðum 2017.

Vesturgatan – Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2022 hefst í dag og verður dagana 14.-17. júlí, en hátíðin hefur verið haldin síðan 2009. Hátíðin er orðin stór viðburður á Norðanverðum Vestfjörðum og keppt er í 14 greinum, þríþraut, hlaupi, hjólreiðum og sjósundi.

Hátíðin hefst í kvöld með Skálavíkurhlaupi, bæði 12 km og 19 km löngu. Á morgun verður keppt í sjósundi og hlaupið Arnarneshlaup. Á laugardaginn eru hjólreiðar á dagskrá og skemmtiskokk. Hátíðinni lýkur svo á sunnudaginn með Vesturgötuhlaupinu.

Dagskrá
Fimmtudagur 14. júlí
Kl. 20.00 Skálavíkurhlaup, 12 og 19 km
Kl. 19.40 Skálavíkurhjólreiðar 19 km
Kl. 22.30 Verðlaunaafhending í sundlauginni í Bolungarvík
Föstudagur 15. júlí
Kl. 16:00 Sjósund 1500 m
Kl. 16:00 Sjósund 500 m
Kl. 20:00 Arnarneshlaup 21 km
Kl. 21.00 Arnarneshlaup 10 km
kl. 22.15 Verðlaunaafhending á Silfurtorgi fyrir Arnarneshlaup
Laugardagur 16. júlí
Kl. 10.00 Fjallahjólreiðar (XCM) 55 km
Kl. 10.15 Skemmtihjólreiðar 8 km
Kl. 11.15 Skemmtiskokk á Þingeyri, 2 og 4 km
Útijóga, vöfflubakstur og fleira skemmtilegt við sundlaugina á Þingeyri
Sunnudagur 17. júlí
Kl. 08:00 Tvöföld Vesturgata 45 km
Kl. 11:00 Heil Vesturgata 24 km
Kl. 12:45 Hálf Vesturgata 10 km
Þríþraut samanstendur af 500 m sjósundi, 55 km fjallahjólreiðum og 24 km Vesturgata

DEILA