Haraldur Ben: skattlagning á jarðgöng tengjast skattlagningu á almennum umferðaræðum

Haraldur Benediktsson, alþm. (D) segir að sérstök gjöld á umferð í jarðgöng, sem mörg eru einfaldlega samgönguleið innan sama landsvæðis og jafnvel sveitafélags, geti aldrei verið slitin úr samhengi við skattlagningu á almennum umferðaræðum.  Þar vantar einfaldlega samhengi hlutanna.

Bæjarins besta innti harald eftir afstöðu hans til áforma um “gjaldtöku af umferð í jarðgöngum á Íslandi. Sú innheimta mun fjármagna rekstur og viðhald ganganna, sem og að standa undir því sem uppá vantar í framkvæmdakostnað.“ eins og segir í samgönguáætlun sem samþykkt var 2020.

„Mér finnst einfaldlega ekki tímabært að taka afstöðuðu með eða á móti einstökum hugmyndum um gjaldtöku á umferð.  Mér finnst þessi framsetning og umræða verða óþroskuð og slitin úr samhengi.“

Umræða um almenna gjaldtöku af umferð

Haraldur vísar til þess að afstaða hans og meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun tekur á gjaldtöku almennt af umferð en ekki sérstaklega af umferð um jarðgöng.

„Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun, sl vor,  er fjallað um gjaldtöku á umferð.  Þar er meirihluti fjárlaganefndar að hvetja til að hraða endurskoðun á skattlagningu umferðar.  Stækkandi hluti bílaflotans er undanþegin hluta skattlagningar.  Vil líka segja að það er misskilningur að fjármunir sem áður voru merktir til vegagerðar hafi ekki skilað sér til viðhalds og framkvæmda.  Það hafa verið meiri fjármunir til þeirra verka undanfarin ár, en þeir gjaldstofnar hafa skilað.  Ekki veitir af því viðhald vegakerfis líður enn mjög fyrir niðurskurð eftir áranna eftir hrun.“

DEILA