Halla Signý: hófleg gjöld og jafnræði mikilvægt í gjaldtöku

Halla Signy Kristjánsdóttir, alþm. segir aðspurð um afstöðu hennar til áforma um gjaldtöku af umferð í jarðgöngum á Íslandi að mikilvægt sé að ekki verði lögð óhófleg gjöld á afmörkuð samfélög og umfram önnur. Hún segir að þegar samgönguáætlun var samþykkt árið 2019 hafi meiri hluti umhverfis og samgöngunefndar lagt áherslu á að finna þyrfti leiðir til að auka hraða framkvæmda í samgöngukerfinu. Lagði meiri hlutinn áherslu á þrjár leiðir við innheimtu notendagjalda: gjaldtöku á þremur meginstofnæðum til og frá höfuðborginni, samvinnuleið (PPP-verkefni) og gjaldtöku í jarðgöngum.

„Í stefnumótun með endurskoðaðri samgönguáætlun til komandi framtíðar og fjármögnun samgangna  var m.a. talað um notendagjöld í jarðgöngum.  Stefnt er að notendagjöldum í jarðgöngum samkvæmt endurskoðaðri samgönguáætlun en frekari útfærsla gjalda mun koma fram við heildarendurskoðun á framtíðarfjármögnun . Ekki hefur verið unnið að frekari útfærslu á því en ég mín skoðun er sú að jafnræði alla íbúa í landinu verði vegin og metin í því sambandi.

Leiðir til þess að flýta framkvæmdum

Það hefur verið talað um fleiri leiðir til að flýta framkvæmdum eins og  samvinnuleiðir PPP og samgöngusáttmáli í Höfuðborginni. Samkvæmt sáttmálanum er gert ráð fyrir því að tekin verði upp flýti- og umferðargjöld eða notendagjöld. Síðan var talað um sérstök fjárfestingaverkefni nú eða sala ríkiseigna væri hægt að leggja fjármagn til að flýta fyrir verkefnum.“

Að lokum sagði Halla Signý að hún gerði ráð fyrir að núverandi umhverfis og samgöngunefnd , þar sem hún á sæti, verði upplýst um þessi áform og útfærslur og þar gefist tækifæri til þess að ræða þær frekar og koma sínum skoðunum að.

DEILA