Góð þátttaka í hlaupahátíð á Vestfjörðum

Það þarf fjölmennt lið starfsmanna til þess að halda hlaupahátíð.

Hlaupahátíð á Vetsfjörðum var haldin í 13. sinn um helgina. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009. Að þessu sinni var keppt í 11 greinum á fjórum dögum. Keppendur voru samtals 276 sem þreyttu hjólreiðar, sund og hlaup.

Flestir tóku þátt í Vesturgötuhlaupinu, hlaupið er á Skaganum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem gjarnan er kenndur við Sléttanes eða Svalvoga. Vesturgötuhlaupið er 24 km langt og voru keppendur þar 65. Nærri jafnmargir hlupu hálfa Vesturgötu og 9 hlupu tvöfalda Vesturgötu. Þá var góð þátttaka í Vesturgötuhjólreiðunum sem eru 55 km vegalengd eða 47 keppendur.

Í 5000metra sjósundi var 21 keppandi og 25 þreyttu 12 km Skálavíkurhlaup. Þrír hlupu lengra Skálavíkurhlaupið, sem var 19 km og var hlaupinn krókur upp á Bolafjall.

Frá Vesturgötuhlaupinu.

Myndir: Hlaupahátíð á Vestfjörðum.

DEILA