Flateyri: allt að 3 milljarðar kr. í auknar snjóflóðavarnir

Varnargarðurinn á Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ísafjarðarbær vill að Ofanflóðasjóður hefjist sem fyrst handa við breytingar á ofanflóðamannvirkjum fyrir ofan Flateyri. Í síðustu voru kynntar tillögur Verkís að breytingunum. Þær framkvæmdir snúa að hækkun garða, keilur, snjósöfnunargrindur, styrking hurðaopa og glugga.

Fullunnin kostnaðaráætlun liggur ekki fyrr en gera má ráð fyrir kostnaðurinn geti numið allt að 3 milljörðum skv. grófri áætlun frá Verkís.

Kostnaður við framkvæmdirnar deilist á milli ríkis og sveitarfélags með 90/10 reglu, en Ofanflóðasjóður greiðir fyrir allar framkvæmdir og innheimtir svo 10% af Ísafjarðarbæ eftir að verkið er fullunnið. Hlutur Ísafjarðarbæjar gæti samkvæmt þessu numið allt að 300 m.kr.

DEILA