Á fjarfundi Fjórðungssambands Vestfirðinga 14. júní var kosið í tvær nefndir sambandsins, kjörnefnd og fjárhagsnefnd. Í kjörnefnd voru kosin
Jónas Ólafur Skúlason – Súðavíkurhreppur
• Jón Sigmundsson – Strandabyggð
• Þórkatla Soffía Ólafsdóttir – Vesturbyggð
• Arna Lára Jónsdóttir – Ísafjarðarbæ
• Guðlaugur Jónsson – Tálknafjarðarhreppur
• Hildur Aradóttir – Kaldrananeshreppur
• Árný Haraldsdóttir – Reykhólahreppur
• Eva Sigurbjörnsdóttir – Árneshreppur
• Magnús Ingi Jónsson – Bolungarvíkurkaupstaður
og var Arna Lára valin formaður.
Þá var einnig kosið í fjárhagsnefnd. Í hana völdust
• Baldur Smári Einarsson – Bolungarvíkurkaupstaður
• Hrefna Jónsdóttir – Reykhólahreppur
• Jón Árnason – Vesturbyggð
• Jóhann Birkir Helgason – Ísafjarðarbæ
• Elísabet Samúelsdóttir – Ísafjarðarbæ
og er Baldur Smári formaður. Til vara í fjárhagsenfdina voru kosin:
• Bragi Þór Thoroddsen – Súðavíkurhreppur
• Eva Sigurbjörnsdóttir – Árneshreppur
• Gerður Sveinsdóttir – Vesturbyggð
• Nanný Arna Guðmundsdóttir – Ísafjarðarbæ
• Gylfi Ólafsson -Ísafjarðarbæ
Að kosningum loknum var þinginu frestað til hausts. En Fjórðungsþing að hausti verður haldið á Patreksfirði 9. og 10. september n.k.. Dagskrá er í mótun en tillaga er til umræðu í stjórn að bæta við þingdegi, þ.e. setja þingið síðdegis á fimmtudegi 8. september.
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólasveit er formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga.