Djúpið: enn engar upplýsingar um laxveiði

Við Hvannadalsá er nýtt og glæsilegt veiðihús. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í gær voru birtar nýjar tölur um veiði í laxveiðiám landsins, en þær eru uppfærðar vikulega.

Enn eru engar upplýsingar að hafa um laxveiði í sumar í Langadalsá, Hvannadalsá og Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir að veiði er hafin í þeim fyrir allnokkru.

Miðað við síðasta ár eru þessar ár meðal þeirra sem minnst veiði er í á landinu. Í fyrra veiddust 110 laxar í hvorri á um sig Langadalsá/Hvannadalsá og Laugardalsá.

DEILA