Djúpið: engar upplýsingar um laxveiði

Langadalsá. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Engar upplýsingar eru um laxveiði á stöng í sumar í ánum þremur í Djúpinu, Langadalsá, Hvannadalsá og Laugardalsá.

Gunnar Örn Petersen, umsjónarmaður vefsins angling.is, sem tekur saman vikulega tölur um veiði í laxveiðiám landsins, sagði í svari við fyrirspurn Bæjarins besta fyrir mánuði síðan að veiði væri ekki hafin fyrir vestan en vefurinn yrði með tölur um veiði úr þessum ám.

Í síðustu birtu tölum, miðvikudaginn 20. júlí, eru engar upplýsingar um veiði úr ánum í Djúpinu. Samkvæmt upplýsingum á veiðileyfavefnum veida.is hófust veiðarnar 15. júní í Laugardalsá, 24. júní í Langadalsá og þann 1. júlí í Hvannadalsá.

Á síðasta sumri höfðust þann 28. júlí veiðst 24 laxar í Langadalsá og 44 laxar í Laugardalsá.

Lokatölur á síðasta ári voru 110 laxar í Laugardalsá og einnig 110 laxar í Langadalsá/Hvannadalsá. Var það nánast sama veiði og árið 2020, en þá veiddust 111 laxar í Laugardalsá og 107 laxar í Langadalsá/Hvannadalsá.

Í því skyni að vernda laxastofnana í ofangreindum ám ákvað Hafrannsóknarstofnun að minnka mögulegt laxeldi af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi úr 30.000 tonn á ári niður í 12.000 tonn.

DEILA