Bolungavíkurhöfn: 1719 tonna afli í júní

Frá Bolungavíkurhöfn. Mynd: Bolungavikurhofn.

Mikill afli barst að landi í Bolungavíkurhöfn í júní. Alls var landað 1719 tonnum í mánuðinum. Fimmtíu strandveiðibátar komu með 407 tonn og af sjóstangveiðibátum kom tæp 9 tonn.

Togarinn Sirrý landaði 224 tonnum eftir 4 veiðiferðir. Snurvoðarbátar öfluðu vel. Heimabátarnir voru þrír: Ásdís ÍS 144 tonn, Finnbjörn ÍS 91 tonn og þorlákur ÍS 102 tonn.

Einir sex bátar frá Snæfellsnesi lönduðu í Bolungavík. Þeirra aflahæstur var Bárður SH með 219 tonn, Magnús SH var með 115 tonn, Esjar SH 165 tonn, Steinunn SH 50 tonn, Rifsari SH 16 tonn og Tryggvi Eðvarðsson SH 7 tonn.

Línubátarnir Jónína Brynja ÍS og Fríða Dagmar ÍS voru með 83 tonn hvor um sig.

DEILA