Bolungavík: Skemmtiferðaskip á föstudaginn

Silver Wind fram á Víkinni. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Skemmtiferðaskipið Silver Wind kom til Bolungavíkur á föstudaginn var. Skipið lagðist við akkeri út á víkinni og ferjaði farþega í land. Þar biðu fimm rútur sem fluttu farþegana um Bolungavík og til Ísafjarðar. Með skipinu voru nærri 300 farþegar.

Fátítt er að skemmtiferðaskip komi til Bolungavíkur en eftir því sem næst verður komist kom skip um aldamótin síðustu.

Stefán Pétur Viðarsson, yfirhafnarvörður Bolungavíkurhafnar áætlar að tekjur hafnarinnar af komu skipsins verði um 344.000 kr.

DEILA