Vinna við deiliskipulag fyrir nýtt hverfi í Bolungavík er í fullum gangi. Komið er nafn á hverfið er komið ásamt götunöfnum.
Lundahverfi er nafnið á því þar sem gatan Brekkulundur verður aðalgatan. Út frá henni verða fjórar götur, Birkilundur, Furulundur, Grenilundur og Víðilundur. Nafngiftin vísar í Bernódusarlund Skógræktarfélags Bolungavíkur sem sjá má á myndinni.
Lokatillaga deiliskipulagssins verður send út til umsagnar í næsta mánuði og hún væntanlega staðfest í lok september. Umsóknarferli getur hafist strax í framhaldi af því og þar á eftir úthlutun lóða.


Myndir: Finnbogi Bjarnason.