Bolungavík: flutningabíll valt

Mynd: Kristinn H. Gunnarson.

Flutningabíll frá Samskip valt á hliðina í Bolungavík í gær. Bíllinn var á hafnarsvæðinu og var verið að hífa gám á bílinn. Ekki urðu slys á fólki við óhappið. Vel gekk að koma flutningabílnum á réttan kjöl. Verið var að kanna skemmdir þegar Bæjarins besta kom á vettvang.

DEILA