Björgunarsveitin Ernir Bolungavík: Nýr bátur og bíll

Hinn nýi Kobbi Láka í Bolungavíkurhöfn í gær. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Björgunarsveitin Ernir í Bolungavík hefur keypt björgunarbát í stað þess sem skemmdist fyrr á árinu. Mun hann fá sama nafn, Kobbi Láka. Hinn nýi Kobbi Láka var keyptur af björgunarsamtökunum í Noregi og er smíðaður hjá Hulkenberg. Afl tveggja vél a er um 840 hestöfl sem er um tvöfalt meira en í hinum fyrri. Birgir Loftur Bjarnason, formaður Ernis segir að nýja skipið sé um 3 metrum lengra en það fyrra og eitthvað breiðara, í því er fullkomnara slökkvikerfi, betri aðbúnaður og meiri ganghraði en var í eldri Kobba Láka.

Þá hefur björgunarsveitin einnig endurnýjað björgunarbíl sveitarinnar. Keyptur var frá Bandaríkjunun nýr Ford150 og kemur hann í stað bíls sem var orðinn nærri 30 ára gamall.

Birgir Loftur segir að bæði báturinn og bíllinn séu greidd að fullu, fjárhagur sveitarinnar sé góður og hún njóti þess að hafa gott bakland.

DEILA