Arctic Fish: Síldarvinnslan kominn með stjórnarmann

Á mánudaginn var haldinn hluthafafundur í Arctic Fish og kosin ný stjórn í framhaldi af því að Síldarvinnslan keypti 34,2% hlutafjárins. Fundurinn var fjarfundur og mættu fulltrúar 85,73% hlutafjár. Allir fimm stjórnarmenn voru kjörnir með öllum viðstöddum atkvæðum. Fulltrúi Síldarinnslunnar er Gunnþór Ingvason, forstjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Svein Sivertsen, Charles Hostlund, Hildur Árnadóttir og Bjorn Kleven. Svein Sivertsen er formaður stjórnar.

Norska fyrirtækið Norway Royal Salmon, NRS er stærsti eigandinn með 51,3% hlutafjár.

DEILA