Vigur lokuð ferðamönnum til 16. júní

Vesturferðir auglýsa nær daglega ferðir í Vigur sem nefnd er perlan í Djúpinu. Vigurferðir hafa um árabil verið mjög vinsælar af ferðamönnum, innlendum sem erlendum, sérstaklega eftir að skemmtiferðaskipin fóru að sigla vestur til Ísafjarðar.

Í ár verður breyting á. Engar ferðir hafa verið í Vigur til þessa. Bæjarins besta innti Vesturferðir eftir skýringu á þessu.

Í svari Vesturferða segir:

„Nýju eigendur að eyjunni, tóku þá ákvörðun í vetur að loka eyjunni ferðamönnum frá og með 28.05.2022 – 15.06.2022 og er það til að vernda fuglalífið yfir aðal varptímann.“

DEILA