Vestri gerði jafntefli við Kórdrengina

Karlalið Vestra heldur áfram að hiksta í Lengjudeildinni. Á laugardaginn byrjaði liðið ekki vel og Kórdrengirnir höfðu náð tveggja marka forystu eftir hálftíma leik. Undir lok hálfleiksins minnkaði Vlademir Tufegdzic  muninn í 1:2. Í seinni hálfleik áttu Vestramenn mun betri leik og jöfnuðu fljótlega metin með marki frá Toby King. Eftir það sótti Vestri mun meira en inn á milli áttu gestirnir snöggar sóknir sem gátu verið skeinuhættar.

Þó voru það heimamenn sem voru ágengari við markið og gerði ágætar tilraunir til þess að skora sigurmarkið án þess þó að það tækist.

Vestramenn í sókn skömmu eftir jöfnunarmarkið.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA