UMFÍ50+ : Vestfirðingar raka saman verðlaunum

Salmar Jóhannsson með golfverðlaunin.

Vestfirðingar fjölmenntu á landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri, sem haldið var um helgina í Borgarnesi. Upplýsingar um heildarúrslit liggja ekki fyrir en Bæjarins besta hefur fengið staðfestingu á góðum árangri Vestfirðinga.

Salmar Jóhannsson, Ísafirði keppti í sundi og golfi. Hann fékk gull bæði í 50 m og 100 m skriðsundi, gull í pútti og brons í golfi.

Friðrik Sigurðsson, Súðavík keppti fyrir Ungmennafélagið Geislann í sundi, hlaupi og stígvélakasti og varð sigursæll. Hann vann gull, 3 silfur og 1 brons.

Friðrik Sigurðsson fyrir miðju.

DEILA