Þuríður: fjárfestingarsjóður í ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Ársfundur Vestfjarðarstofu var haldinn á þriðjudaginn á Ísafirði. Yfirskrift fundarinnar var „Vestfirðir í vörn eða sókn?“. Á fundinum kynntu Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafar og verkefnastjórnunar, og Valdimar Ármann, forstöðumaður eignastýringar hjá Artica Finance, áform um stofnun Þuríðar sem er nýr fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í fjárfestingum í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Mun sjóðurinn hafa hafa allt að 12 milljarða fjárfestingargetu.

Sjóðurinn verður stofnaður á næstu vikum og er vonast til þess að breiður hópur fjárfesta standi að sjóðnum , bæði af Vestfjörðum og stórir stofnanafjárfestar. Valdimar segir að verið sé að skoða fjárfestingarkosti m.a. í hóteluppbyggingu og afþreyingu fyrir ferðamenn. bendir hann á að uppbygging í fiskeldinu skapi einnig tækifæri í ferðaþjónustunni.

Runólfur Ágústson segir að það liggi gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og að mikilvægt er að sú uppbygging verði á forsendum samfélaga og náttúru þar vestra með grænni sjálfbærri ferðamennsku sem er andstaða massatúrisma.

DEILA