Tálknafjörður: greiddu atkvæði gegn oddvita

Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps.

Lilja Magnúsdóttir var kjörin oddviti Tálknafjarðarhrepps með 4 atkvæðum. Jóhann Örn Hreiðarson fékk eitt atkvæði. Persónubundnar kosningar voru í Tálknafjarðarhreppi og fékk Jóhnn Örn flest atkvæði 72 en Lilja fékk 67. Venja er að sá er kjörinn oddviti sem flest atkvæði fær en svo varð ekki að þessu sinni. Lilja gaf kost á sér í embætti oddvita og hafði betur.

Atkvæðagreiðslan um oddvita var endurtekin þar sem í fyrri atkvæðagreiðslu voru greidd atkvæði ekki bara með tilteknum frambjóðanda heldur líka gegn honum. Þá fékk Jóhann Örn 2 atkvæði og þrír greiddu atkvæði gegn honum. Fjörir greiddu atkvæði með Lilju en einn á móti. Þessi framgangsmáti stenst ekki og var því atkvæðagreiðslan endurtekin.

Jóhann Örn Hreiðarson var svo kjörinn varaoddviti með fimm atkvæðum.

Ræða við Ólaf Ólafsson

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að ganga til viðræðna við Ólaf Þór Ólafsson, núverandi sveitarstjóra um áframhaldandi ráðningu sem sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Oddvita, Lilju Magnúsdóttur og Jóni Inga Jónssyni falið að ræða við Ólaf.

DEILA