Reykhólar: sveitarstjóri fær þingfararkaup

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps fær 1.285.411 kr á mánuði í laun samkvæmt nýgerðum samningi við hana sem gildir fyrir kjörtímabil sveitarstjórnar 2022-2026. Miðað er við þingfararkaup og er um að ræða heildarlaun og ekki verður um frekari beinar launagreiðslur vegna starfsins. Sveitarstjóri fær fartölvu til afnota og greitt fyrir akstur í þágu starfsins skv. akstursdagbók og gjald skv ákvörðun ferðakostnaðarnefndar um km gjald á hverjum tíma. Ákvæði er um þriggja mánaða gagnkvæman uppsagnarrétt.

Komi ekki til endurráðningar við upphaf næsta kjörtímabil fær Ingibjörg þriggja mánaða uppsagnafrest en skuldbindur sig til þess að vinna allt að tvo mánuði af frestinum ef ný sveitarstjórn óskar þess.

Ráðning er frá og með 2. júní 2022.

DEILA