Reykhólar: dýpkun hafnarinnar í sumar

Bryggjan verður lengd um ca 10 metra. Mynd: reykholar.is

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að fara í dýpkun í Reykhólahöfn fyrir framan nýjan viðlegukant. Kostnaður framkvæmdar á bilinu 10– 15 millj. og er styrkhæft frá ríkinu að 75%. Sveitarsjóður mun leggja fram 3,7 m.kr. til verksins.

Unnið er að endurbyggingar stálþilsbryggjunnar á Reykhólum. Það er framkvæmd sem kostar liðlega 300 m.kr. og verður lokið næsta sumar. Verktakar eru Hagtak hf. sem sér um að undirbúa botninn fyrir stálþilið, og Borgarverk ehf. rekur niður stálþilið, en þessi fyrirtæki hafa yfir að ráða sérhæfðum tækjakosti til þessara verka.

Bryggjan verður stækkuð jafnframt svo að Grettir kemur til með að fá betra skjól inni í höfninni, og ytri viðlegukanturinn verður lengdur svo stærri flutningaskip geta lagst að bryggju.

DEILA