Ólafur Þór verður áfram sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

Á 593. fundi sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fór fram fimmtudaginn 23. júní s.l. var samþykkt samhljóða að ráða Ólaf Þór Ólafsson áfram sem sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og gildir ráðningin út kjörtímabilið 2022-2026.

Ólafur Þór tók við starfi sveitarstjóra hjá Tálknafjarðarhreppi vorið 2020 og mun halda áfram að sinna embættinu næstu ár. Hann hefur víðtæka og langa reynslu af sveitastjórnarstiginu bæði sem kjörinn fulltrúi og embættismaður auk þess að hafa starfað sem tónlistarmaður og kennari.