Nefndir og ráð: fátt um Vestfirðinga

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Alls hafa 642 manns verið skipaðir í stjórnir, starfshópa, nefndir, ráð o.þ.h. á vegum ráðuneytisins og stofnana þess samkvæmt svari menningar- og viðskiptaráðherra Lilju Alfreðsdóttir við fyrirspurn á Alþingi. Þar af eru aðeins 5 einstaklingar frá Vestfjörðum, þrír frá Ísafirði og einn frá Bolungavík og annar frá Patreksfirði.

Langflestir eru búsettir í Reykjavík eða 365. Næstflestir eru frá Kópavogi eða 65 og 40 búa í Garðabæ. Alls búa 552 eða 86% á höfuðborgarsvæðinu. Frá Akureyri koma 19 nefndarmenn. Snæfellsnes á aðeins 2 fulltrúa og eru báðir búsettir í Stykkishólmi. Seltjarnarnesið, sem er fámennara en Snæfellsnesið er hins vegar með 25 fulltrúa á þessum lista.

DEILA